Vestnorræna ráðið 1999

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 14:03:56 (6008)

2000-04-06 14:03:56# 125. lþ. 94.3 fundur 388. mál: #A Vestnorræna ráðið 1999# skýrsl, 461. mál: #A ályktanir Vestnorræna ráðsins# þál. 15/125, Flm. ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[14:03]

Flm. (Árni Johnsen) (andsvar):

Herra forseti. Til stóð að birta niðurstöður lífsgildakönnunarinnar, sem Vestnorræna ráðið stóð fyrir, á fyrstu mánuðum þessa árs. Nú eru þeir mánuðir senn að líða en nokkur vinna er eftir í frágangi. Staðið hefur á upplýsingum sem eru að safnast úr þessum þremur áttum og vonandi verður þess ekki langt að bíða að könnunin verði kynnt, þ.e. á næstu vikum og í seinasta lagi næstu missirum.

Einnig er ástæða til að taka undir það sem hv. þm. nefndi um aukinn veg Vestnorræna ráðsins í samstarfi við Norðurlandaráð og því sem ég vék einnig að, t.d. um starfsemi heimskautaráðsins, því að við þurfum auðvitað að þétta okkar stöðu í þessum efnum. Það er svolítið mikið bil á milli hins annars ágæta Norðurlandasamstarfs og Vestnorræna ráðsins þar sem Vestnorræna ráðið hefur verið svolítið í landsbyggðarhlutverki í öllu bírókratíinu hjá Norðurlandaráði. En þar þurfum við að brúa bilið og það er gott að Íslendingar hafi frumkvæðið að því og ég vona að það gangi sem best.