Fullgilding samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jafnrétti

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 15:02:55 (6026)

2000-04-06 15:02:55# 125. lþ. 94.8 fundur 584. mál: #A fullgilding samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jafnrétti# þál. 11/125, utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[15:02]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Með þessari þáltill. er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 156, um jafna möguleika og jafnrétti til handa körlum og konum í atvinnu: Starfsfólk með fjölskylduábyrgð, sem gerð var á 67. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar ILO í Genf 23. júní 1981.

Samykkt ILO nr. 156 hefur það að markmiði annars vegar að stuðla að jafnrétti karla og kvenna sem hafa fjölskylduábyrgð til starfa og hins vegar að jafna aðstöðu þeirra starfsmanna sem bera ábyrgð á fjölskyldu og þeirra sem hafa ekki slíka ábyrgð. Í stórum dráttum má segja að tilgangurinn sé að hvetja aðildarríki til að grípa til allra viðeigandi aðgerða til að koma þessum markmiðum í framkvæmd með tilliti til mismunandi aðstæðna í hinum ýmsu ríkjum, fremur en að fastákveða nákvæmlega hvaða aðgerðir ríkin skuli grípa til.

Í undirbúningsgögnum samþykktarinnar kemur þannig skírlega fram að stefnan við gerð hennar var að heimila aðildarríkjum að hafa sem mest svigrúm til að hrinda markmiðum hennar í framkvæmd. Fullgilding þessarar samþykktar kallar á eina lagabreytingu hér á landi, þ.e. vegna ákvæðis 8. gr. samþykktarinnar um að fjölskylduábyrgð sem slík skuli ekki vera gild ástæða til uppsagnar starfs. Um verður að ræða nýja reglu í íslenskum vinnurétti en meginreglan er sú að atvinnurekendur þurfa ekki að gefa upp ástæðu uppsagnar. Félmrh. hefur í samræmi við þetta lagt fyrir Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi frv. til laga um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna.

Ég legg til, herra forseti, að tillögu þessari vísað til hv. utanrmn. að lokinni umræðunni.