Þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 19:21:35 (6074)

2000-04-06 19:21:35# 125. lþ. 94.15 fundur 237. mál: #A þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu# (breyting ýmissa laga) frv. 15/2000, Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[19:21]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frhnál. hv. allshn. um frv. til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu.

Nefndin ákvað að taka málið til frekari umfjöllunar eftir að því hafði verið vísað til 3. umr. á hinu háa Alþingi. Við nánari athugun þótti rétt að afnema 10. og 12. gr. frv. eins og og það liggur fyrir og er það tillaga nefndarinnar. Þetta var m.a. gert í samráði við Lögregluskóla ríkisins, ríkislögreglustjóraembættið, Landssamband lögreglumanna og dómsmrn. Rétt þótti að skoða betur hvernig standa ætti að framkvæmd landamæraeftirlits með tilkomu Schengen-samningsins og hverjir ættu að sjá um þá framkvæmd. Ætlunin er að skoða þau mál gaumgæfilega í sumar, hugsanlega í samræmi við endurskoðun á lögreglulögum.

Herra forseti. Því leggur nefndin til þá breytingu að 10. og 12. gr. frv. falli brott.