Meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 22:39:13 (6136)

2000-04-06 22:39:13# 125. lþ. 94.19 fundur 559. mál: #A meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög# (nálgunarbann) frv. 94/2000, KolH
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[22:39]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég ætla einungis að taka undir orð þeirra ræðumanna sem hafa talað í þessu máli hér á undan og fagna því að þetta frv. skuli komið fram. Það er svo sannarlega kominn tími til að þessi réttarbót verði fest í lög vegna þeirra fjölmörgu sem hafa þurft að þola ofbeldi af því tagi sem hér um ræðir.

Í framhjáhlaupi langar mig að geta þess að ég er á leiðinni á fund hjá stígamótakonum núna og ég hlakka til að hitta þær og segja þeim að ég sé að koma frá því að hafa hlustað á hæstv. dómsmrh. fylgja þessu máli hér úr hlaði.