Landsvirkjun

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 12:26:45 (6165)

2000-04-07 12:26:45# 125. lþ. 95.23 fundur 198. mál: #A Landsvirkjun# (aðild að fjarskiptafyrirtækjum) frv. 14/2000, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[12:26]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég var ekki að ræða þjóðarsamsetningu, hvorki okkar né annarra. Landsvirkjun er sf., Landssíminn er hf. Þessi stóru og miklu fyrirtæki eru stærstu fyrirtæki í eigu ríkisins, fólksins, landsmanna. Þetta er einfalt fyrir mér. Annað er útúrsnúningur. Sjálfstfl. vill að fyrirtæki sé í eigu einstaklinga. Er það svo?