Landsvirkjun

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 12:38:17 (6170)

2000-04-07 12:38:17# 125. lþ. 95.23 fundur 198. mál: #A Landsvirkjun# (aðild að fjarskiptafyrirtækjum) frv. 14/2000, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[12:38]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé alveg augljóst hver tilgangurinn er, enda kemur það fram í mjög kjarnyrtri umsögn fjárlagaskrifstofu með frv. þar sem stendur, með leyfi forseta: ,,Tilgangur frumvarpsins er að veita Landsvirkjun heimild til að taka þátt í og eiga fyrirtæki á sviði fjarskipta auk orkumála og tengdrar starfsemi.`` Svo einfalt er það.

En í sambandi við mál hv. þm. almennt þá erum við ekki með frv. að fjalla um TETRA-kerfið. Póst- og fjarskiptastofnun og dómsmrn. munu fjalla um þann þátt mála. Eins og ég sagði fyrr tel ég að dómsmrn. sé sá aðili sem á að fjalla um öryggisþátt málsins og það hvort slík kerfi, ef af því verður að þau verði fleiri en eitt, geti ekki tengst saman í öryggisskyni.