Þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 13:38:39 (6174)

2000-04-07 13:38:39# 125. lþ. 95.12 fundur 237. mál: #A þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu# (breyting ýmissa laga) frv. 15/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[13:38]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil gera grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. Staðreyndin er sú að varnaðarorð hafa komið frá ýmsum sem hafa fylgst með smygli á fíkniefnum til landsins og varnaðarorðin eru á þá lund að það samkomulag sem við erum að gera og kennt er við Schengen muni veikja stöðu Íslendinga í þessum efnum. Þess vegna get ég ekki stutt þetta frv.