Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 13:41:45 (6175)

2000-04-07 13:41:45# 125. lþ. 95.14 fundur 289. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# (stimpilgjald) frv. 19/2000, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[13:41]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um hvort heimilt skuli að innheimta stimpilgjöld af hlutabréfum í Pósti og síma, í Landssíma Íslands og Íslandspósti. Þessi hlutafélög voru undanþegin stimpilgjöldum þegar stofnað var til þeirra. Í sjálfu sér hafa ekki orðið þar neinar breytingar sem réttlæta að því sé breytt. Þessi félög eru áfram í eigu ríkisins að fullu og arðurinn rennur til þeirra. Þessi mikilvægu þjónustufyrirtæki eiga því að vera áfram slík. Hér er verið að undirbúa sölu þessara fyrirtækja og því er ég andvígur og þetta er ástæðulaust.