Gjaldtökuákvæði nokkurra laga á sviði sjávarútvegs

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 14:35:14 (6193)

2000-04-07 14:35:14# 125. lþ. 95.32 fundur 544. mál: #A gjaldtökuákvæði nokkurra laga á sviði sjávarútvegs# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2000, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[14:35]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Sínum augum lítur hver silfrið. Mér fannst orð mín ekkert sérstaklega merkileg eða sérstaklega athyglisverð, a.m.k. ekki eins athyglisverð og hv. þm. Sighvati Björgvinssyni fannst. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem það kemur fram hjá mér að ég útiloka ekki að það geti orðið um frekari gjaldtöku á sjávarútveginn að ræða. Alveg á sama hátt og það undirstrikar auðvitað þær tvær nefndir sem ég nefndi áðan og það verkefni sem þær hafa. Hins vegar er það alltaf gott ef hæstv. ráðherrar geta með máli sínu vakið upp jákvæðar tilfinningar hjá hv. þm.