Réttindagæsla fatlaðra

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 14:56:23 (6201)

2000-04-07 14:56:23# 125. lþ. 95.36 fundur 419. mál: #A réttindagæsla fatlaðra# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[14:56]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég var að vonast til að hæstv. félmrh. vildi halda þessu utan við það að hin nýju kjördæmi væru að skapa sjálfum sér einhverja félagslega einingu og þá félagslega þjónustu í kringum hana. Mér finnst það í rauninni ekki vera tímabært að leggja til nú að þau fari að þjóna sem félagsleg eining og það verði þá hugað að öðrum félagslegum mörkum innan hinna nýju kjördæma, m.a. með tilliti til þessa. Ég vara því við að við förum svo fljótt að huga að þessum nýju kjördæmum sem félagslegum einingum, þetta er kosningatæknilegar einingar og eiga margar hverjar kannski fátt félagslega sameiginlegt, a.m.k. fyrir fram.