Ráðuneyti matvæla

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 17:39:23 (6239)

2000-04-07 17:39:23# 125. lþ. 95.50 fundur 536. mál: #A ráðuneyti matvæla# þál., LB
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[17:39]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hv. þm. Katrín Andrésdóttir hefur lagt fram till. til þál. um að breyta landbrn. frá því sem nú er og gera það einnig að ráðuneyti fyrir matvæli. Ég held að hér sé, virðulegi forseti, mjög áhugaverð hugmynd á ferðinni og vel þess virði að skoða hana mjög vandlega því að það er alveg ljóst að það er mjög mikilvægt að eftirlit með matvælum og öðru slíku sé á einni hendi. Ég held að ekki þurfi að hafa um það mörg orð að það getur verið sérstaklega til þess fallið að styrkja þetta eftirlit og enn fremur að gera alla stjórnsýslu miklum mun skilvirkari en hún er í dag.

Ég held, virðulegi forseti, að hið háa Alþingi eigi að skoða það mjög vandlega að samþykkja tillöguna þrátt fyrir að hún sé róttæk. Ég lít ekki svo á að hér sé verið að gera atlögu að hæstv. landbrh. heldur frekar á hinn bóginn að verið sé að færa fleiri verk undir landbrn. og kannski ekkert skrýtið að menn hugleiði það við þær aðstæður sem nú eru uppi að þangað flytjist fleiri verk en nú er.

En ég ítreka það, virðulegi forseti, að hér er mjög áhugaverð hugmynd á ferðinni og ég vonast til þess að hið háa Alþingi sjái sóma sinn í því að skoða hana mjög vandlega.