Stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 18:20:23 (6252)

2000-04-07 18:20:23# 125. lþ. 95.27 fundur 530. mál: #A stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum# frv. 98/2000, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[18:20]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta mál mun ekki koma aftur til kasta þingsins ef það verður samþykkt í því formi sem það núna liggur fyrir ef fyrirtækið verður selt. Það er alveg ljóst. En mér finnst að í því felist ákveðin félagshyggja og fögur hugsjón að vilja líta svolítið öðrum augum á (JóhS: Að gefa ríkiseigur?) bátaábyrgðarfélögin vegna sögunnar en annarra aðila sem hugsanlega hefðu áhuga á að kaupa án þess að hafa nokkuð komið að þessum málum áður. Þetta er mál sem nefndin fjallar að sjálfsögðu um og ég óska henni velfarnaðar í þeim mikilvægu störfum sem eru fram undan í þessu máli og mörgum öðrum.