Sjúklingatrygging

Mánudaginn 10. apríl 2000, kl. 16:53:53 (6272)

2000-04-10 16:53:53# 125. lþ. 96.19 fundur 535. mál: #A sjúklingatrygging# frv. 111/2000, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 125. lþ.

[16:53]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Um biðlistana er það að segja að frv. tekur almennt ekkert á því máli eins og ég sagði áðan. Almennar reglur taka aftur á móti á því og í sumum tilvikum hefur komið til þess.

Varðandi lyfjatjón kom ég inn á það áðan að ef um ranga lyfjagjöf er að ræða þá er sjúklingurinn tryggður. Ef sem lyfið er ekki fullkomið, ef einhver galli er á lyfinu, þá eru gilda um það önnur lög og sjúklingurinn er tryggður með þeim.

Um það fjalla þessi lög og almenn lög. Lengra erum við ekki komin en ég tel að við séum komin æðilangt í tryggingum bæði gagnvart heilsutjóni vegna mistaka og rangrar lyfjagjafar.