Ábúðarlög

Mánudaginn 10. apríl 2000, kl. 17:36:37 (6281)

2000-04-10 17:36:37# 125. lþ. 96.28 fundur 239. mál: #A ábúðarlög# frv. 21/2000, Frsm. HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 125. lþ.

[17:36]

Frsm. landbn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þm. Guðjóni Arnari Kristjánssyni að orðalagið og meiningin er frá honum komin og skal honum þakkað fyrir það vegna þess að hann vakti athygli okkar á því að ástæðulaust væri að kalla til dómnefnd ef báðir aðilar, ábúandi og jarðeigandi, væru sammála um skiptin. Því breyttum við þessu.

En ég vek athygli á því, herra forseti, að heildarendurskoðun jarðalaga stendur yfir og þess vegna þykir okkur ekki ástæða til að gera fleiri breytingar að svo stöddu en ég vænti þess að endurskoðun laganna fari nú á nokkurn kraft og hægt verði að leggja nýtt frv. til heildarlaga fyrir þingið næsta haust eða í öllu falli á næsta vetri.