Aukatekjur ríkissjóðs

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 13:46:30 (6317)

2000-04-11 13:46:30# 125. lþ. 97.7 fundur 258. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (gjaldtökuheimildir o.fl.) frv. 55/2000, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[13:46]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég mun ekki greiða atkvæði, hvorki við aðaltillögu né brtt. við þetta frv. Mér þykir sem þessi innheimta ríkisins undir lögum um aukatekjur ríkissjóðs hafi gengið úr hófi fram. Í fjölmörgum tilvikum er því þannig háttað að tekjur ríkissjóðs eru langt umfram kostnað við umræddar leyfisveitingar eða annað það sem við á.

Ég er þeirrar skoðunar að löggjöfina þurfi að endurskoða í heild með það að markmiði að gjöld standist á við tekjur. Ég mun því ekki ljá atkvæði mínu því að færa enn út kvíarnar í þessum efnum.