Notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 16:30:26 (6357)

2000-04-11 16:30:26# 125. lþ. 97.20 fundur 233. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands# þál., Frsm. minni hluta ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[16:30]

Frsm. minni hluta umhvn. (Ásta Möller) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta. Ég held að við séum öll sammála því að málvernd sé af hinu góða og við stundum hana öll með því að flytja gott mál, bæði hér á þingi og annars staðar. En ég tel að það að Veðurstofan taki upp þessi heiti og þennan skala að nýju, skala sem kannski ekki margir hafa tileinkað sér og er jafnvel á skjön við málvitund margra, breyti ekki neinu þar um. Ég mun ekki hafa mörg fleiri orð um þetta mál ef ég kemst hjá því.