Kjarasamningar opinberra starfsmanna

Þriðjudaginn 11. apríl 2000, kl. 17:09:38 (6373)

2000-04-11 17:09:38# 125. lþ. 97.21 fundur 225. mál: #A kjarasamningar opinberra starfsmanna# (fjöldauppsagnir) frv. 67/2000, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 125. lþ.

[17:09]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki sammála niðurstöðu þingmannsins. En það er nauðsynlegt að það komi fram að niðurstaða í viðræðum um endurskoðun þessara laga byggir á fleiru en bara því hvað fjmrh. eða ráðuneytið ætlar sér að leggja fram. Gert er ráð fyrir því að niðurstaðan verði sameiginleg og þess vegna skiptir líka máli að allir sem komi að því borði nálgist það í þeim anda að sameiginleg niðurstaða fáist. Það er þess vegna ekki einkamál mitt hvernig því máli lyktar. En ég vænti þess að sjálfsögðu að okkur megi auðnast að ná sameiginlegri niðurstöðu í málinu.