Tilkynning um útgáfu Kristni á Íslandi

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 13:32:28 (6465)

2000-04-12 13:32:28# 125. lþ. 98.93 fundur 451#B tilkynning um útgáfu Kristni á Íslandi#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 125. lþ.

[13:32]

Forseti (Halldór Blöndal):

Eins og hv. alþingismönnum er kunnugt verður athöfn á vegum Alþingis hér í húsinu kl. 4 síðdegis í tilefni þess að út kemur á vegum Alþingis ritverkið Kristni á Íslandi og til hennar er boðið öllum alþingismönnum. Af þessum sökum mun þingfundi ljúka eigi síðar en stundarfjórðungi fyrir kl. 4 og þingflokksfundir ættu að geta hafist klukkustundu síðar.