Stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 13:36:52 (6466)

2000-04-12 13:36:52# 125. lþ. 98.2 fundur 407. mál: #A stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum# (flutningur aflahámarks) frv. 36/2000, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 125. lþ.

[13:36]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Með þessari tillögu er í raun verið að styðja það að fyrirkomulagið sem gildir við veiðar úr norsk/íslenska síldarstofninum haldi áfram. Við í Samfylkingunni erum alfarið á móti þessu fyrirkomulagi og höfum mótmælt harðlega þeim aðferðum sem hafa verið notaðar til þess að koma eignarhaldi á íslensku síldina sem er auðvitað í samræmi við það sem þeir sem vilja viðhalda þessu eignarhaldi á fiskstofnunum hafa verið að reyna að koma á hvað varðar veiðar á öllum fiski við Ísland. Þess vegna ætlum við að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu um tillögu.