Kjarasamningar opinberra starfsmanna

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 13:48:17 (6469)

2000-04-12 13:48:17# 125. lþ. 98.6 fundur 225. mál: #A kjarasamningar opinberra starfsmanna# (fjöldauppsagnir) frv. 67/2000, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 125. lþ.

[13:48]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er á ferðinni umdeilt lagafrv. og stöndum við sameiginlega að þeirri tillögu að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar, ég og hv. þingmenn Jóhanna Sigurðardóttir og Margrét Frímannsdóttir. Við treystum því að reynt verði að ná sátt við samtök launafólks um efni frv. En verði ekki samþykkt á þessu stigi að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar þá munum við að öðru leyti sitja hjá við afgreiðslu málsins.