Notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 14:13:12 (6477)

2000-04-12 14:13:12# 125. lþ. 98.8 fundur 233. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands# þál., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 125. lþ.

[14:13]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þessi þáltill. er eins laus við flokkspólitík og veðrið, enda fjallar hún um veður og veðurlýsingar. Hún er vel til þess fallin að stuðla að því að viðhalda fjölbreytileika íslenskrar tungu jafnframt notkun alþjóðlegra skilgreininga. Ég styð því þetta mál.