Notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 14:13:44 (6478)

2000-04-12 14:13:44# 125. lþ. 98.8 fundur 233. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands# þál., KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 125. lþ.

[14:13]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Hér er ekki verið að skipa einum né neinum fyrir heldur er hér um tilmæli að ræða frá hv. Alþingi um að viðhaldið sé fjölbreytileika íslenskrar tungu. Fram að þessu hefur það verið talið eitt af hlutverkum Alþingis að gæta íslenskrar tungu og varðveislu hennar. Að þessu leyti til erum við ekki að gera neitt meira en fram að þessu hefur verið gert og ég vil ítreka að ekki er verið að skipa neinum fyrir heldur eru þetta tilmæli.

Ég vil einnig benda á að 21 aðili gaf álit á þessu máli, 17 þeirra mæltu með því að tillagan yrði samþykkt. Meiri hluti umhvn. hefur einnig lagt til að tillagan verði samþykkt.