Starfsgrundvöllur lítilla iðnfyrirtækja á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 12. apríl 2000, kl. 15:00:40 (6497)

2000-04-12 15:00:40# 125. lþ. 99.3 fundur 517. mál: #A starfsgrundvöllur lítilla iðnfyrirtækja á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 125. lþ.

[15:00]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Ég hygg að við getum öll tekið undir þau orð hæstv. iðnrh. að mikilvægt sé að skapa þekkingarumhverfi á landsbyggðinni þannig að fyrirtæki og störf í upplýsingatækni geti orðið til þar eins og á höfuðborgarsvæðinu. En það breytir ekki hinu, herra forseti, að afskaplega mikilvægt er að menn varðveiti þau störf sem þegar eru fyrir hendi og ef það sýnir sig að þau eru arðbær, þá er það þeim mun mikilvægara að litið sé til þess að þau fyrirtæki, eins og það var orðað hér áðan, sem eru úti á landi njóti jafnræðis og helst vel það vegna þess að það þarf líka að vega upp ákveðið óhagræði.

Lesið hefur verið hér upp úr byggðastefnu ríkisstjórnarinnar og það er alveg ljóst að miðað við það sem þarna gerðist, sem vísað hefur verið til á Húsavík, voru menn að vinna þvert á það sem þar stendur. Ég held að það sé þess vegna mikilvægt að hæstv. iðnrh. skoði þetta 5 millj. kr. mark sem er afskaplega lágt og ef það er á okkar valdi að hafa þar áhrif verði það athugað og sömuleiðis hitt að hún leiti leiða til að úr rætist af helmingi meira kappi og getum við samfylkingarfólk stutt hana í þeirri leit.