Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 13. apríl 2000, kl. 13:35:23 (6540)

2000-04-13 13:35:23# 125. lþ. 100.8 fundur 484. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skattleysismörk) frv. 9/2000, fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 125. lþ.

[13:35]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Í kjölfar þeirra kjarasamninga sem náðust í morgun á vettvangi Verkamannasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hefur ríkisstjórnin afráðið að lögð verði fram brtt. við þetta frv. til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt sem endurspegli þá launabreytingu sem samningarnir frá í morgun gera ráð fyrir á árinu 2003 umfram það sem áður var fyrir séð í samningum Flóabandalagsins. Til að endurspegla þessa breytingu er lagt til að persónuafsláttur hækki á árinu 2003 um 2,75% í stað þess að hækka um 2,25%. Ég hygg að þessi brtt. skýri sig að öðru leyti sjálf, en vil taka fram að um þetta mál hefur verið haft samráð við forseta Alþýðusambands Íslands.