Yfirlitsskýrsla um alþjóðamál

Fimmtudaginn 13. apríl 2000, kl. 17:42:22 (6597)

2000-04-13 17:42:22# 125. lþ. 101.2 fundur 612. mál: #A yfirlitsskýrsla um alþjóðamál# skýrsl, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 125. lþ.

[17:42]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála hæstv. utanrrh. að mikilvægt er að þau skilyrði sem hann nefndi séu sett og þeim sé fylgt. Lýðræðislegir stjórnarhættir og að aðstoðin komist í hendur réttra aðila, til þjóðarinnar sem á að njóta. Ég er alveg sammála þessu og þetta hefur því miður farið oft á annan veg.

En það sem ég er að höggva eftir eru hin pólitísku skilyrði. Mér heyrðist hæstv. utanrrh. vera mér sammála um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, og ég vil meina Alþjóðabankinn líka því að þessar stofnanir hafa fylgt áþekkri stefnu í grundvallaratriðum, hafi gengið of langt í því að setja pólitísk skilyrði t.d. um einkavæðingu almannaþjónustunnar. Ég skildi það á hæstv. utanrrh. að honum fyndist hafa verið gengið of langt í þeim efnum og ef svo er, þá erum við sammála um þetta efni.