Tilkynning um dagskrá

Miðvikudaginn 26. apríl 2000, kl. 10:35:55 (6616)

2000-04-26 10:35:55# 125. lþ. 102.93 fundur 462#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 125. lþ.

[10:35]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess varðandi fundahald í dag að reiknað er með að atvæðagreiðslur fari fram klukkan hálftvö. Forseti mun engu að síður freista þess að atkvæðagreiðslur um fyrstu þrjú dagskrármálin fari fram nú þegar. Að þeim afloknum fer fram utandagskrárumræða sem áður hefur verið tilkynnt um og er hún að beiðni hv. þm. Sverris Hermannssonar, um stjórn fiskveiða. Sjútvrh. Árni Mathiesen verður til andsvara. Um nánara fyrirkomulag umræðunnar verður tilkynnt eilítið síðar en við það er miðað að hún geti staðið rétt rúmar tvær klukkustundir og ljúki þar með fyrir klukkan fjögur, áður en hefðbundnir þingflokksfundir hefjast.