Bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna

Miðvikudaginn 26. apríl 2000, kl. 11:37:09 (6633)

2000-04-26 11:37:09# 125. lþ. 102.14 fundur 241. mál: #A bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna# frv. 27/2000, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 125. lþ.

[11:37]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Það eru staðreyndir að á Íslandi er launatengdur kostnaður fyrirtækja með því lægsta sem þekkist. Í öðru lagi er skattalegt umhverfi fyrirtækja á Íslandi með því hagstæðasta sem þekkist innan OECD. Í þriðja lagi er á íslenskum vinnumarkaði mjög lítið tillit tekið til fjölskylduaðstæðna starfsmanna. Það má með fullum rökum halda því fram að íslenskur vinnumarkaður sé mjög fjölskyldufjandsamlegur samanber langan vinnutíma og fleira í þeim dúr.

Þessar ræður hv. þm. Péturs Blöndals eiga því bara alls ekki við hinn íslenska veruleika. Þvert á móti þarf einmitt að ná fram lagfæringum og tryggja betur stöðu starfsmanna og aðlaga atvinnulífið og vinnumarkaðinn að þörfum fjölskyldnanna. Það er verkefnið, en ekki ræðuflutningur af því tagi sem hv. þm. Pétur Blöndal sprettur yfirleitt upp með, þ.e. að verið sé að drepa atvinnulífið með óhóflegum álögum. Það á ekki við um íslenskan veruleika.