Þjóðlendur

Miðvikudaginn 26. apríl 2000, kl. 12:09:01 (6644)

2000-04-26 12:09:01# 125. lþ. 102.16 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 125. lþ.

[12:09]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil árétta það sem skoðun mína að ég tel að rangt sé að málum staðið að fara í miðstýringaraðgerðir af þessu tagi. Ég held að einmitt sú leið sem Norðmenn fara með því að skipta þessu á landsvæði hefði verið skaplegri fyrir okkur og ég tek eftir því að hv. frsm. allshn. getur í sjálfu sér tekið undir það sjónarmið. Ég held að það sé mjög mikilvægt og hefði átt að skoða málin í því ljósi. Ég held að aðilar, t.d. í heimabyggð minni, hefðu verið fyllilega í stakk búnir til þess að vinna þau verkefni í stað þess að þetta sé gert frá miðstýrðri skrifstofu í Reykjavík og verið sé að skapa hér störf í kringum stjórn þessara mála. Ég hefði viljað sjá öðruvísi aðkomu sem byggir kannski að miklu leyti meira á þeirri aðferð sem ég tel að Norðmenn noti, þ.e. svæðisbundnar nefndir sem vinna að úrlausn þeirra mála sem upp koma á landsvæðum innan Noregs á þann hátt sem lýst hefur verið í nál. sem skýring.