Svör við fyrirspurnum og viðvera ráðherra

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 13:50:35 (6688)

2000-04-27 13:50:35# 125. lþ. 103.97 fundur 469#B svör við fyrirspurnum og viðvera ráðherra# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[13:50]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Nú er þessi umræða um störf þingsins að verða af margþættum toga. Forseti vill árétta það sem hann sagði áðan vegna orða málshefjanda, 13. þm. Reykv., að svör ráðherra eru fyrst og síðast á þeirra ábyrgð. En forseti mun koma gagnrýni hv. þm. á framfæri við viðkomandi ráðherra.

Hér hefur einnig borið á góma skil hæstv. ráðherra vegna fyrirspurna, skýrslubeiðna og fleiri þátta. Yfirstjórn þingsins mun nú þegar, eins og hún reynir ævinlega, fylgjast með því að frestir, sem þingsköp kveða á um, verði virtir að fullu. Vegna þeirra tilvika sem hv. 12. þm. Reykn. tilgreindi sérstaklega verður það skoðað sérstaklega og ýtt við viðkomandi ráðherrum.

Viðvera ráðherra er nýtt mál og gamalt. Sömu reglur gilda um viðveru ráðherra og þingmanna almennt og ekki meira um það að segja.