Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 20:44:13 (6774)

2000-04-27 20:44:13# 125. lþ. 103.45 fundur 260. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða# (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða) frv. 56/2000, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[20:44]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Pétur H. Blöndal gat þess að hann þyrfti að hlusta á það sem ég segði, að hann þyrfti að heyra það sem ég segði. Já, sem betur fer þarf hann að heyra það en hins vegar þarf hann þess ekkert frekar en hann vill. Við erum einu sinni í lýðræðisríki og á Alþingi Íslendinga og er málfrelsi.

Lífeyrissjóð sjómanna eiga sjóðfélagarnir, það fer ekkert á milli mála, það eru alveg hreinar línur.