Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 20:52:15 (6778)

2000-04-27 20:52:15# 125. lþ. 103.45 fundur 260. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða# (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða) frv. 56/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[20:52]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagði að fjármálafyrirtækin hefðu sýnt óábyrga hegðun. Ég vildi gjarnan að hann nefndi mér dæmi um það. Í öðru lagi segir hann að ef einhver fulltrúi sjóðanna í stjórn brjóti af sér. Ég sagði aldrei að fulltrúinn bryti af sér, alls ekki. Hann gerir eins og hann getur. En fjárfestingin, sem stjórnin lagði út í, hún reyndist röng. Hver er þá ábyrgð þessara stjórnarmanna gagnvart hverjum? Það að það sé bara kosinn nýr maður, er það bara þá allt í lagi? Er þá allt í lagi að ávöxtunin brást? Ég spyr: Hver er ábyrgð þeirra og hvernig tekur stjórn verkalýðshreyfingarinnar á manni sem hefur ekki brotið neitt af sér, gerði bara mistök?