Húsgöngu- og fjarsölusamningar

Fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 21:07:41 (6784)

2000-04-27 21:07:41# 125. lþ. 103.11 fundur 421. mál: #A húsgöngu- og fjarsölusamningar# (heildarlög) frv. 46/2000, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 125. lþ.

[21:07]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir brtt. og nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Frv. þetta mun leysa af hólmi lög nr. 96/1992, um húsgöngu- og fjarsölu. Frv. er flutt með hliðsjón af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/1994, um að fella inn í EES-samninginn og taka upp í innlendan rétt ákvæði tilskipunar ráðsins frá 20. desember 1985. Síðan er verið að taka upp í rétt okkar aðrar EES-gerðir nr. 15/1998.

Frv. fjallar um atriði sem eru vel þekkt í slíkum viðskiptum og í sjálfu sér er ekki mikið um þau að segja og ekki mörg nýmæli í frv. sem slíku, en nauðsynlegt er að hafa ákvæði af þessu tagi á lögbókinni til þess að kveða á um réttindi og skyldur þeirra sem taka þátt í eða eru aðilar að slíkum viðskiptum.

Að sjálfsögðu eru miklar breytingar á ferðinni á þessum sviðum, bæði varðandi miðla sem notaðir eru fyrir seljendur til að ná til kaupenda og eins greiðslumiðla og annað. Um þetta er fjallað í frv.

Nefndin gerir tillögur til breytinga á frv. í fjórum liðum. Það er einungis ein efnisleg breyting sem þar er gerð tillaga um, þ.e. að 4. tölul. 10. gr. falli brott og með því nái réttur neytanda til að falla frá húsgöngu- eða fjarsölusamningi til fjarsölusamninga um áskrift að dagblöðum og tímaritum. Ef frv. verður samþykkt nái lögin þá einnig til slíkra áskriftasamninga. Að öðru leyti er rætt um orðalagsbreytingar í brtt.

Virðulegi forseti. Allir hv. nefndarmenn skrifa undir án fyrirvara.