Starfsréttindi tannsmiða

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 17:04:45 (6840)

2000-04-28 17:04:45# 125. lþ. 104.23 fundur 210. mál: #A starfsréttindi tannsmiða# frv. 109/2000, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[17:04]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég efast ekki um að tannsmiðir vinni sína vinnu vel og samviskusamlega. Aftur á móti snýr þetta að fagþekkingu og vissulega er það til bóta að fara á námskeið til að læra um heilbrigði munnhols. Það er hins vegar aldrei sambærilegt við margra ára tannlæknanám sem er eins og fram hefur komið í iðnn. og heilbr.- og trn. mun lengra og víðtækara nám en það sem hér er verið að tala um. En það er vissulega rétt að þetta er menntun sem krafist er af þeim sem ætla að sinna þessu starfi, þ.e. vinna við mótatöku uppi í munni sjúklings.

Herra forseti. Ég held að ég sé ekkert að lengja þessa umræðu frekar. Aftur á móti tel ég mig hafa fengið hér þau svör frá formanni nefndar að eftirlit landlæknis varði fleiri þætti en aðeins sóttvarnir og starfsaðstöðu. Honum beri að hafa eftirlit með öllum þeim þáttum sem varða heilbrigði þeirra sem leita til tannsmiða. Ég tel það vera viðunandi að heilbrigðisyfirvöld sinni því eftirliti.