Þjóðlendur

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 18:08:07 (6850)

2000-04-28 18:08:07# 125. lþ. 104.24 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[18:08]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er sjálfsagt að skýra þetta. Hv. þm. gerði alvarlega athugasemd við að í óbyggðanefnd, sem á að úrskurða um slík deilumál, kynni að sitja fulltrúi sem hefði persónulegan áhuga á að nýta á einhvern hátt það landsvæði sem um væri deilt, t.d. skotveiðimaður, og það gengi að sjálfsögðu ekki upp. Því spurði ég hv. þm. hver væri þá sáttatillaga hans í málinu. Er þá sáttatillagan sú að í staðinn fyrir einstakling úr hópi hinna landlausu Íslendinga verði settur fulltrúi landeigendanna?