Þjóðlendur

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 19:06:05 (6863)

2000-04-28 19:06:05# 125. lþ. 104.24 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[19:06]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekkert um stefnu ,,jafnaðarstefnunnarinnar``, hana hef ég aldrei þekkt og aldrei neitt um hana heyrt. En ég þekki hins vegar stefnu jafnaðarmanna, jafnaðarstefnuna, um hina stefnuna hef ég aldrei heyrt. Ætli ég sé ekki sá þingmanna á þinginu sem hefur lengsta og mesta þekkingu og sögu í þessum landamálum? Ég veit þó að hv. þm. Jón Bjarnason var fæddur í gær. Ég veit að hann hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum nema í eitt ár. Ég veit að mikið skortir á þekkingu hans í mörgum málum þó hann tali í þeim öllum. En ég bendi honum á eitt til að eyða ekki öllu kvöldinu í að rekja 34 ára gamla sögu. Ég bendi honum á að afla sér upplýsinga um það sem hann spurði um hjá eigin formanni, Steingrími J. Sigfússyni, vegna þess að hann var aftur og aftur meðflutningsmaður með þingmönnum Alþb. að þáltill. um þjóðareign að landi. Þá sögu alla saman getur formnaður flokks hans sagt honum og upplýst hann um stefnu Alþb. og sína eigin í málinu þannig að þegar hann talar um það næst tali hann af einhverri þekkingu.