Starfsréttindi tannsmiða

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 13:35:06 (6888)

2000-05-04 13:35:06# 125. lþ. 105.1 fundur 210. mál: #A starfsréttindi tannsmiða# frv. 109/2000, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 125. lþ.

[13:35]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Við þennan lið hafa komið fram þó nokkrar breytingar sem eru flestar til bóta. Ég tel þó að málið í heild þarfnist frekari meðferðar þar sem tannsmiðir með meistararéttindi eru að fara fram á að vinna sjálfstætt. Þeir verða ekki klinískir tannsmiðir þótt þessar breytingar nái fram að ganga. Þeir verða ekki heilbrigðisstarfsmenn. Nám þeirra er ekki sambærilegt við þau réttindi sem danskir tannsmiðir hafa, sem þeir bera sig saman við. Þess vegna get ég því miður ekki stutt allar þær brtt. sem fram hafa komið og mun við 3. umr. leggja fram brtt. sem tekur á þeim þáttum sem ég nefndi.