Þjóðlendur

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 13:40:28 (6889)

2000-05-04 13:40:28# 125. lþ. 105.2 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 125. lþ.

[13:40]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Löggjöfin um þjóðlendur er mikilvæg. Það var og er mikilvægt að eyða óvissu um eignarhald og forræði á landi inn til miðhálendisins og einnig að koma tilhögun skipulagsvinnu á því svæði á hreint. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt að gæta almannahagsmuna í því sambandi. En ríkið þarf líka að ganga fram af hófstillingu og gæta þess að beita ekki aflsmun af ósanngirni.

Við þingmenn Vinstri hreyfingar -- græns framboðs hljótum að lýsa vonbrigðum okkar með hvernig til hefur tekist að framkvæma þessa löggjöf á upphafsstigi. Þar hafa risið deilur og orðið ósætti milli manna sem ber að harma. Við teldum hyggilegast að fresta um sinn frekari framkvæmd löggjafarinnar og endurmeta stöðuna. Við munum því sitja hjá við efni þessa frv. að öðru leyti en því að við styðjum ákvæði 7. gr. þar sem komið er til móts við kostnað sem aðilar geta haft af því að gæta hagsmuna sinna í þessu sambandi.