Húsgöngu- og fjarsölusamningar

Fimmtudaginn 04. maí 2000, kl. 14:17:06 (6894)

2000-05-04 14:17:06# 125. lþ. 106.4 fundur 421. mál: #A húsgöngu- og fjarsölusamningar# (heildarlög) frv. 46/2000, KHG
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 125. lþ.

[14:17]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég mæli fyrir brtt. við frv. um húsgöngu- og fjarsölusamninga eins og það lítur út eftir 2. umr.

Í fyrsta lagi er lagt til að setja inn í frv. kaflafyrirsögn II. kafla sem verður: Upplýsingaskylda seljenda og kaflafyrirsögn III. kafla: Réttur neytenda til að falla frá samningi, en þessar fyrirsagnir hafa fallið niður í fyrri meðferð málsins.

Þá er lagt til að fyrirsögn I. kafla verði Gildissvið og skilgreiningar. Loks er lagt til að breyta í 2. mgr. 6. gr. aðeins til orðalagi. Í stað þess að þar standi: ,,fimm dögum`` komi: Frá og með sjötta degi.