Bréfasendingar alþingismanna

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 10:42:32 (6979)

2000-05-08 10:42:32# 125. lþ. 107.91 fundur 485#B bréfasendingar alþingismanna# (aths. um störf þingsins), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 125. lþ.

[10:42]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég vil fá upplýst hér, getum við þingmenn sent út 18 þúsund bréf á kostnað þingsins? Getum við það? Ég hef aldrei heyrt það. Ég tók reyndar eftir því að ráðist var af gríðarlegri heift á hv. þm. Guðmund Hallvarðsson af Samfylkingunni fyrir að boða fund í Breiðholti, af varaþingmanni Samfylkingarinnar Merði Árnasyni með mikilli hörku og miklum látum. Er hægt að senda út 18 þúsund bréf, get ég sent út bréf þar sem ráðist er á Samfylkinguna, eins og mér skilst að ráðist sé á ríkisstjórnina sérstaklega í þessu bréfi? Get ég sent út slíkt bréf á kostnað þingsins? Ég spyr hæstv. forseta. Get ég það?