Staðfesting ýmissa ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 15:35:03 (7014)

2000-05-08 15:35:03# 125. lþ. 107.2 fundur 587. mál: #A staðfesting ýmissa ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar# þál. 12/125, SJS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 125. lþ.

[15:35]

Steingrímur J. Sigfússon (um atkvæðagreiðslu) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ef ég má aðeins reyna að útskýra það óvenjulega við þessa atkvæðagreiðslu þá er ég og Vinstri hreyfingin -- grænt framboð andvíg einum af töluliðum tillögugreinarinnar og leggjum við til að þessum verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Það er tilskipunarnúmerið 168/99. Ég legg til að atkvæðagreiðslunni verði hagað þannig að tillagan aftur að því númeri verði borin upp og síðan borið upp sérstaklega að vísa því númeri til ríkisstjórnarinnar. Ef það verður ekki samþykkt, sem ég vona auðvitað, þá komi það númer sérstaklega til atkvæða og síðan það sem eftir lifir tillögugreinarinnar.

Ég hygg að þetta sé eðlileg röð, herra forseti, þar sem við getum stutt efni tillögunnar að öðru leyti en þessa einu tilskipun.