Staðfest samvist

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 15:51:40 (7020)

2000-05-08 15:51:40# 125. lþ. 107.10 fundur 558. mál: #A staðfest samvist# (búsetuskilyrði o.fl.) frv. 52/2000, HjálmJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 125. lþ.

[15:51]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Þessi breyting er rökrétt afleiðing af gildandi lögum um staðfesta samvist. Hún er lögð fram til að tryggja rétt og öryggi þeirra barna sem mynda heimili með pari í staðfestri samvist þar sem annar aðilinn er forsjárforeldri barnsins.

Strangar reglur gilda um stjúpættleiðingar engu síður en frumættleiðingar. Í framkvæmd munu þær því tryggja að eingöngu verði horft til velferðar barnsins sem um ræðir. Við þessari tillögu segi ég því já en ég árétta að ég er ekki reiðubúinn að ganga lengra í rýmkun þessara laga. Fram undan er mikil vinna áður en slíkar rýmkanir gætu átt sér stað.