Fæðingar- og foreldraorlof

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 18:51:42 (7063)

2000-05-08 18:51:42# 125. lþ. 108.8 fundur 623. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof# (heildarlög, breyting ýmissa laga) frv. 95/2000, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[18:51]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er kannski rétt að það komi fram að þessir útreikningar eru komnir frá fjmrn. og ef hv. þm. liti á kostnaðarumsögn frv. þá mundi hann sannfærast um það.

Ég gleymdi að taka það fram en það er eðlilegt að gera það í þessari umræðu að sveitarfélögin spara með þessu a.m.k. 300 milljónir, líklega töluvert meira eins og hv. þm. Pétur Blöndal er búinn að benda ítrekað á. Ríkissjóður greiðir hins vegar 300 millj. kr. meira en hann hefur gert. Þetta kostar hann 300 millj. kr. meira en undanfarið, þ.e. hann kemur til með að greiða heimavinnandi og námsmönnum.