Þjóðlendur

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 21:14:48 (7088)

2000-05-08 21:14:48# 125. lþ. 108.4 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[21:14]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að ekki er verið að fjalla um skipan óbyggðanefndar. Það er verið að fjalla um nefnd eða starfshóp sem fjmrh. tilnefndi sér til aðstoðar við undirbúning og framkvæmd þessara laga og við kröfugerðina.

[21:15]

Fram hefur komið veruleg gagnrýni á þessa undirbúningsvinnu og hvernig hún hefur farið af stað. Ég bendi m.a. á gagnrýni hæstv. landbrh. á það hvernig þessi vinna hefur farið af stað. Það er alveg ástæðulaust og ekki í anda laganna að ganga fram eins og gert hefur verið.

Ég hef verið á allnokkrum fundum sem hafa fjallað um þetta mál. Þar var það mat manna að ekki væri farið fram með þeim friði sem að var stefnt. Ég tek fram að hér fjalla ég fyrst og fremst um kröfugerðarvinnuna, að hún sé unnin í trúnaði en ekki með einhverjum galgopahætti og síðan eigi menn bara að sjá til.