Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 22:03:43 (7101)

2000-05-08 22:03:43# 125. lþ. 108.34 fundur 229. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar umfram aflamark) frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[22:03]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að fáir þingmenn séu jafnkunnugir útgerðarmönnum og sá hv. þm. sem hér tók til máls áðan. Hann hefur átt við þá margra ára viðskipti og vonandi góð. Þess vegna er athyglisvert að heyra í hvaða tón hann talar um útgerðarmenn almennt og um fiskveiðistjórnina og hvaða kenndir hann ætlar útgerðarmönnum. Það er mjög til umhugsunar.