Þingstörf fram að sumarhléi

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 22:54:54 (7119)

2000-05-08 22:54:54# 125. lþ. 108.93 fundur 493#B þingstörf fram að sumarhléi# (um fundarstjórn), KHG
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[22:54]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég vildi bara leiðrétta þann misskilning sem fram kom í máli hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt nokkurn þingmann hér tala um að umræðan hafi gengið hægt hér í dag eða að málþófi hafi verið beitt, þvert á móti. Í dag hafa mörg mál verið afgreidd og tíminn hefur nýst vel. Þess vegna er þeim mun meiri ástæða til að halda áfram umræðu um þau mál sem eftir eru þannig að þeim megi ljúka sem fyrst.

En þingmenn ráða því sjálfir hvenær umræðu lýkur um mál, það er einfaldlega þannig. Menn hafa málfrelsi hér, taka til máls og tala um málin eins og þá lystir. Til þess að gefa mönnum kost á að segja sinn hug í þeim málum sem þeir vilja tala um þá er um að gera að halda áfram umræðu og dagskrá eins og til hefur staðið. Ég sé ekki að menn vinni neitt mikið með þessari umræðu.