Frv. um starfsréttindi tannsmiða

Mánudaginn 08. maí 2000, kl. 23:06:58 (7121)

2000-05-08 23:06:58# 125. lþ. 108.98 fundur 495#B frv. um starfsréttindi tannsmiða# (um fundarstjórn), KHG
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 125. lþ.

[23:06]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég vil láta það koma fram að ákvörðun forseta að taka út af dagskrá 7. mál dagskrárinnar, um starfsréttindi tannsmiða, mál sem er til 3. umræðu, er í algjörri andstöðu við þingflokk Framsfl. Ákvarðanir forseta að öðru leyti eru heldur ekki með samkomulagi okkar. Ég verð að hryggja hæstv. forseta með því að ég kann ekki við svona vinnubrögð.