Bílaleigur

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 10:37:53 (7128)

2000-05-09 10:37:53# 125. lþ. 109.17 fundur 570. mál: #A bílaleigur# frv. 64/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[10:37]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Við 1. umr. þessa máls benti ég á að ég og t.d. hv. þm. gætum stofnað bílaleigu og lánað hvor öðrum bílana okkar. Ég lagði til að frv. yrði breytt í þá veru að ekki væri heimilt að leigja bíla til eigenda og starfsmanna bílaleigu. Ég ætla að spyrja hv. frsm. að því hvort nefndin hafi tekið tillit til þessa.