Bílaleigur

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 10:38:38 (7130)

2000-05-09 10:38:38# 125. lþ. 109.17 fundur 570. mál: #A bílaleigur# frv. 64/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[10:38]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þar sem ætlunin er að hafa vörugjald á bifreiðum til bílaleigna 10%, að mig minnir, í stað 40% þá munar verulega á verði og menn geta sparað nokkur hundruð þúsund kr. með því að fara þá leið sem ég benti á. Ég legg til að nefndin skoði málið enn frekar.