Tilkynningarskylda íslenskra skipa

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 10:54:01 (7137)

2000-05-09 10:54:01# 125. lþ. 109.20 fundur 569. mál: #A tilkynningarskylda íslenskra skipa# (undanþágur) frv. 73/2000, Frsm. ÁJ
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[10:54]

Frsm. samgn. (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. samgn. um frv. til laga um breytingu á lögum um tilkynningarskyldu íslenskra skipa sem öll nefndin stendur að.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund fulltrúa frá samgrn. Umsagnir hafa borist frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Siglingastofnun Íslands, Landssambandi smábátaeigenda og Siglingasambandi Íslands.

Með frv. þessu er lagt til að skipum styttri en 24 metrar, sem notuð eru í atvinnuskyni, verði skylt að tilkynna sig í sjálfvirka tilkynningarkerfinu sem nýlega var tekið í fulla notkun. Hins vegar verði skip sömu stærðar sem eru ekki notuð í atvinnuskyni undanþegin þeirri skyldu en það eru fyrst og fremst skemmtibátar. Þá verði samgrh. heimilt að ákveða að skip sem stunda veiðar nálægt landi verði undanþegin því að tilkynna sig í sjálfvirka tilkynningarkerfinu.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.