Tryggingagjald

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 11:44:15 (7162)

2000-05-09 11:44:15# 125. lþ. 109.27 fundur 550. mál: #A tryggingagjald# (lífeyrissparnaður) frv. 102/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 125. lþ.

[11:44]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. ætti að ræða við bankastjóra og aðra slíka og spyrja þá að því hverjir (Gripið fram í.) eiga spariféð. Það er ekki hátekjufólkið. Það er oft og tíðum fólk með tiltölulega lágar tekjur sem greiðir ekki endilega skatta.

Svo vil ég líka benda á að fólk er með sveiflukenndar tekjur, t.d. sjómenn. Þeir geta verið með miklar tekjur eitt árið og svo skattlausir næsta ár, svo og fólk í námi. Alls konar atvik geta komið upp. Fólk fer heim, fólk tekur sér frí, og þau ár sem það greiðir ekki skatta fær það ekki styrk.